Reynir sterki gengur ágætlega, Undir trénu nálgast 42 þúsund gesti.
Í vikunni sáu 552 Reyni sterka, en alls hafa 1,873 séð myndina eftir þrjár sýningarhelgar. Myndin er í áttunda sæti.
Undir trénu er í 11. sæti aðsóknarlistans eftir 12 vikur. 291 sáu hana í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur nú 41,839 manns.
Heimildamyndina Varnarliðið – Kaldastríðsútvörður sáu 91 í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur 372 manns.
64 sá heimildamyndina La Chana um þessa frumsýningarhelgi.
Rökkur er áfram í 19. sæti eftir fimmtu sýningarhelgi. 60 sáu hana í vikunni en alls hafa 1,692 manns séð hana frá upphafi sýninga.
Sumarbörn er í 21. sæti. 30 sáu myndina í vikunni en alls hafa 1,579 séð hana eftir eftir sjöundu sýningarhelgi.