Leikstjórinn Dennis Villeneuve segir að ástæðu þess að tónlist Jóhanns Jóhannssonar hafi verið tekin úr Blade Runner 2049 vera að hann hafi viljað tónlist meira í anda upprunalegu Blade Runner.
RÚV Menning fjallar um málið:
Í Indiewire er haft eftir Villeneuve að kvikmyndagerð sé tilraunastofa og listrænt ferli sem ekki sé hægt að ákveða fyrirfram. „Jóhann Jóhannsson er eitt af mínum uppáhalds núlifandi tónskáldum. En myndin þarfnaðist einhvers annars,“ segir Villeneue. Hann nefnir að hann hafi viljað að tónlistin hljómaði meira eins og hljóðrás gríska tónlistarmannsins Vangelis við upprunalegu Blade Runner og þess vegna hafi þeir Jóhann ákveðið að slíta samstarfinu. „En ég vona að fái tækifæri til að vinna með honum aftur því hann er frábært tónlskáld.“ Jóhann Jóhannsson gerði tónlist við þrjár síðustu myndir Villeneuve, Prisoners, Arrival og Sicario og hlaut óskarstilnefningu fyrir þá síðastnefndu.
Í byrjun ágúst var tilkynnt að Hans Zimmer og Benjamin Wallfisch hefðu verið ráðnir til að leggja Jóhanni lið við tónlist Blade Runner en hann myndi samt sem áður semja aðalstefið. Frá því var síðan horfið og Jóhann Jóhannsson á enga tónlist í myndinni og má víst samkvæmt samningi ekki tjá sig um starfslokin opinberlega.
Sjá nánar hér: Villeneuve vildi tónlist í anda Vangelis