spot_img

[Plakat] „Reynir sterki“, frumsýnd 10. nóvember

Plakat heimildamyndarinnar Reynir sterki eftir Baldvin Z hefur verið opinberað. Myndin verður frumsýnd þann 10. nóvember næstkomandi.

Myndin er svo kynnt:

Sagan af Reyni sterka er saga sem aldrei hefur verið sögð, þó að sögur af afrekum hans hafi gengið manna á milli í fjölda ára. Þetta er saga utangarðsmanns, sveipuð dulúð og yfirnáttúrulegum öflum. Myndin fjallar um ævi hans, allt frá erfiðum uppvaxtarárum, ótrúlegum afrekum og heimsmetum til síðustu ára hans, sem einkenndust af mikilli drykkju og óreglu sem endaði með dauða hans, langt fyrir aldur fram.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR