Margrét Jónasdóttir í viðtali um „Out of Thin Air“

Margrét Jónasdóttir (Mynd: Árni Sæberg/mbl.is)

Margrét Jónasdóttir framleiðandi Out of Thin Air ræðir um verkið við Morgunblaðið. Myndin er nú til sýnis í Bíó Paradís.

Í viðtalinu kemur meðal annars þetta fram:

„Breska fram­leiðslu­fy­ritækið Mosaic Films hafði sam­band við mig eft­ir að koll­eg­ar mín­ir þar í landi bentu á mig árið 2015 þegar ég var að und­ir­búa frum­sýn­ingu mynd­ar okk­ar Bene­dikts Erl­ings­son­ar The Show of Shows í Bretlandi.  Þeir sögðu mér að þeir væru að íhuga að gera mynd um Guðmund­ar- og Geirfinns­málið og fylgj­ast með mögu­legri end­urupp­töku á mál­inu. Þeir höfðu heyrt um­fjöll­un BBC um málið nokkr­um árum fyrr og voru mjög spennt­ir. Ég hafði auðvitað sem fram­leiðandi hugsað með mér mörg­um sinn­um að þessu þyrfti að fylgja eft­ir með heim­ilda­mynd fyr­ir alþjóðamarkað, en þar sem málið er gríðarlega flókið og mjög samofið ís­lensku sam­fé­lagi, hafði ég innra með mér ákveðið að leggja ekki í það. En, þegar ég hitti leik­stjór­ann breska Dyl­an Howitt, ákvað ég að slá til og við í Sagafilm vor­um sam­mála um að þetta væri verk­efni sem við vild­um fram­leiða með Bret­un­um. Auðvitað hafði ég eins og marg­ur hér á landi fylgst með fram­gangi þess­ara mála – og hafði mik­inn áhuga á að leggja mitt af mörk­um svo að mynd­in yrði sem allra best,“ seg­ir Mar­grét.

Áður en Mar­grét fór að vinna að mynd­inni Out Of Thin Air hafði hún lesið margt um málið, en eft­ir að hún ákvað að taka þetta verk­efni að sér sökkti hún sér ofan í það bók­staf­lega. Las bæk­ur og skjöl og allt sem hún komst í sem tengd­ist mál­inu.

„Bret­arn­ir voru líka ótrú­lega vel upp­lýst­ir um málið enda voru þeir með frá­bær­an mann í und­ir­bún­ings­rann­sókn­inni, Ant Ada­ne, ung­an dreng sem hafði mik­inn metnað. Mér leist vel á þetta teymi og ákvað því ganga til liðs við þá. Það var líka greini­legt að þeir tóku á þessu með mik­illi virðingu fyr­ir viðmæl­end­um sín­um og aðstæðum þeirra og það er vinnu­regla sem ég hef reynt að til­einka mér í mín­um störf­um.

Við tók­um því hönd­um sam­an og fór­um af stað í und­ir­bún­ing og fjár­mögn­un ég og fram­leiðand­inn breski Andy Glynne. Þetta var mjög metnaðarfullt því við ákváðum strax að leggja mikla áherslu á fag­lega, flotta og mjög stíliseraða end­ur­gerð ein­stakra at­b­urða í sög­unni, aðallega frá ár­inu 1974-1977.“

Mar­grét seg­ir að þau hafi kynnt verk­efnið á stærstu fjár­mögn­un­ar­messu heim­ilda­mynda í Amster­dam seint haustið 2015. Hún seg­ir að þau hafi fengið stór­kost­leg­ar viðtök­ur.

„Það er eðli­legt að svona verk taki allt að tvö ár í fjár­mögn­un, en þessi tók inn­an við ár. BBC Stor­y­ville sem mun sýna mynd­ina næsta mánu­dag, 14. ág­úst, kom strax inn, en þessi mynd er sú fjórða í röðinni sem ég hef fram­leitt fyr­ir BBC. RÚV gekk líka strax í lið með okk­ur sem og fjöld­inn all­ur af nor­ræn­um og evr­ó­spk­um sjón­varps­stöðvum. Net­flix kom svo inn í mynd­ina og þegar þeir voru komn­ir að borðinu vildu þeir fá heims­rétt á mynd­inni. Við ákváðum því að taka því til­boði og halda samn­ing­um við RÚV og við BBC, okk­ar heima­lönd en fara svo áfram bara með Net­flix,“ seg­ir hún.

Að búa til heim­ilda­mynd eins og þessa tók á og verk­efnið var erfitt á marg­an og ólík­an hátt.

„Þessi mynd er erfiðasta verk­efni sem ég hef feng­ist við á mín­um bráðum tutt­ugu ára ferli í þess­um bransa. Mér þótti erfitt að fást við svona stór mál sem eru svo viðkvæm og er svo mik­ill mann­leg­ur harm­leik­ur í svo ótrú­lega stóru sam­hengi þar sem líf svo margra og æra hef­ur verið und­ir. Þá á ég við alla sem tengd­ust mál­inu. Ég hitti marga og sökkti mér með strák­un­um í rann­sókn­ina og auðvitað miklu meira en ég hefði þurft að gera sem fram­leiðandi verks­ins. En þar kem­ur auðvitað inn bak­grunn­ur minn sem sagn­fræðing­ur inn í, að mér fannst ég bara verða að vera inni í sem flestu. Enda eru þeir Bret­arn­ir vin­ir mín­ir illa læs­ir á ís­lensk­una svo það var eins gott að hafa lestr­ar­hest á kant­in­um sem gat hespað af nokkr­um ævi­sög­um á langri helgi.

Svo var það auðvitað end­ur­gerð at­b­urða sem kallaði á aðrar fram­leiðslu­venj­ur en ég er vön. Venju­lega í mín­um verk­um er ég með lítið teymi, en í þessu verki vor­um við með 14 manna crew og allt upp í 30 leik­ara sem kallaði á alls kon­ar æv­in­týri. Auðvitað alltaf að reyna að spara setti maður á sig marga hatta til að sinna sem flestu og greip í að sjá um mat­inn, sjá um að sækja alla skapaða hluti, vera í hlut­verki fram­leiðand­ans, runners og skipta mér af leik­mynd­inni, þrífa fang­elsi eft­ir tök­ur og ýta göml­um bíl­un­um sem ekki fóru í gang. Ein eft­ir­minni­leg­asta setn­ing­in í fram­leiðslunni var nú kvöld eitt á Akra­nesi í upp­tök­um, þegar við tók­um upp sen­una þegar bíll Geirfinns kem­ur ak­andi og  Berg­steinn Björg­úlfs­son kvik­mynda­tökumaður kallaði: „Magga ýttu aðeins hraðar og vertu svo ósýni­leg.“

Mar­grét seg­ist bera mikla virðingu fyr­ir þeim sem fram­leiða leikið efni eft­ir að hafa unnið við mynd­ina.

„Án Katrín­ar Lovísu Ingva­dótt­ur fram­leiðanda og Óskars Jónas­son­ar sem leik­stýrð með Dyl­an leiknu sen­un­um veit ég hrein­lega ekki hvernig við hefðum farið að. Ég var með frá­bært crew, Helgu Rós Hannam í bún­ing­um, Bjarna Massa í leik­mynd­inni, Krist­ínu Júllu og Tinnu Ingimars í förðun.

Helgu Rós þótti nú nóg um þegar ég gekk svo langt að ég prjónaði peys­una frægu sem Sæv­ar Cisi­elski var í þegar hann sat í dómsaln­um og beið niður­stöðu. Soldið crazy og því miður var hún held­ur sein­gerð svo hún var nú aldrei notuð í mynd­inni. Með okk­ur frá upp­hafi voru svo Árni Bene­dikts­son hljóðmaður og Berg­steinn kvik­mynda­tökumaður sem eru ótrú­leg­ir fag­menn. Leik­stjór­inn Dyl­an var aðeins með tvær ósk­ir þegar við hóf­um verkið. Get­ur Besti skotið mynd­ina og get­um við fengið Ólaf Arn­alds til þess að gera tón­list­ina. Sem sann­ur Íslend­ing­ur sagði ég auðvitað já að sjálf­sögðu! Og gekk svo á þeirra fund. Ólaf­ur Arn­alds tók okk­ur fagn­andi og gerði dá­sam­lega tónlist við mynd­ina með Snorra Hall­grím­son sér við hlið,“ seg­ir Mar­grét.

Þótt mynd­in hafi verið for­sýnd hér­lend­is í vik­unni í Bíó Para­dís þá er nú þegar búið að sýna hana á nokkr­um hátíðum er­lend­is.

„Við höf­um sýnt mynd­ina á þrem­ur hátíðum í Kan­ada og í Bretlandi og svo hef­ur hún verið sýnd í bíó­húsi í London að auki. En hin eina sanna sýn­ing í mín­um huga fór fram í miðviku­dags­kvöldið þar sem við buðum aðstand­end­um mynd­ar­inn­ar, viðmæl­end­um og þeirra fjöl­skyld­um og vin­um og vanda­mönn­um. Fyr­ir mér var það stóra stund­in, auðvitað mjög kvíðavekj­andi en samt spenn­andi að sýna mynd­ina fólk­inu sem treysti okk­ur fyr­ir sög­um sín­um og til­finn­ing­um í viðtöl­um. Þetta var al­veg ótrú­lega til­finn­inga­rík stund að mínu mati og þó að ég hafi séð mynd­ina oft­ar en telj­andi er, komst ég við á sýn­ing­unni að sitja þarna með þessu fólki sem hef­ur þurft að ganga í gegn­um svo margt vegna þess­ara mála. Ég ber mikla virðingu fyr­ir þeim sem hafa sýnt svo mikla ein­urð í að fá þessi mál end­urupp­tek­in,“ seg­ir Mar­grét. Hún seg­ir að það hafi verið snúið að kvik­mynd­in hafi verið klippt í Bretlandi.

„Það var líka erfitt fyr­ir mig að vera svona langt frá klipp­is­vít­unni, því ég er vön að skipta mér mikið af því. En leik­stjór­inn og klipp­ar­inn Miika Leskin­en unnu nú þrek­virki þar.

Ég hvet auðvitað alla til þess að sjá mynd­ina í Bíó Para­dís, því þetta er mynd sem þarf að sjá á stóra tjald­inu. Hún er mjög áhrifa­mik­il og þó að hún sé af­markaður vink­ill á þessi stóru mál, þá er hún yf­ir­lit yfir þessi mál frá upp­hafi og hún er fram­leidd sem kvik­mynd í fullri lengd.“

Sjá nánar hér: „Ýttu aðeins hraðar og vertu svo ósýnileg“ – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR