Elliot Crosset Hove valinn besti leikarinn í Locarno fyrir „Vetrarbræður“

Elliot Crosset Hove með Locarno verðlaunin.

Elliot Crosset Hove, sem fer með aðalhlutverkið í Vetrarbræðrum Hlyns Pálmasonar, var valinn besti leikarinn á Locarno hátíðinni sem lýkur í dag.

Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar, sem var heimsfrumsýnd á hátíðinni. Hún verður sýnd hér á landi í haust.

Vetrarbræður hefur verið ein af umtöluðustu myndunum á hátíðinni samkvæmt bæði Cineuropa og Variety.

Jan Naszweski hjá New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu myndarinnar til Póllands og Grikklands. Viðræður standa yfir við dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Ástralíu og Frakklandi.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR