Baltasar Kormákur vinnur með Robert Richardson að „Adrift“

Baltasar Kormákur dvelur nú á Fiji-eyjum við tökur á kvikmyndinni Adrift með Shailene Woodley í aðalhlutverki. Tökumaður myndarinnar er engin annar en Robert Richardson, þrefaldur Óskarsverðlaunahafi og einn sá kunnasti sinnar tegundar. Lilja Sigurlína Pálmadóttir, eiginkona Baltasars, birtir þessa mynd á Fésbókarsíðu sinni af þeim Baltasar og Robert Richardson og gaf Klapptré góðfúslegt leyfi til að birta.

Óhætt er að fullyrða að Robert Richardson (f. 1955) sé einn merkasti og áhugaverðasti kvikmyndatökumaður undanfarinna áratuga. Hann hefur meðal annars filmað Inglourious BasterdsDjango Unchained og Kill Bill myndirnar fyrir Quentin Tarantino; Hugo, The Aviator, Bringing Out the Dead og Casino fyrir Martin Scorsese og Platoon, Born on the Fourth of July, Wall Street, Nixon og JFK fyrir Oliver Stone. Svo einhverjar séu nefndar, en alls hefur hann myndað á fimmta tug kvikmynda síðan á níunda áratugnum.

Níu þeirra hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta myndin, en sjálfur hefur hann hlotið þrenn Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndatöku (Hugo, The Aviator, JFK).

Hér er ítarlegt viðtal við hann úr American Cinematographer um The Aviator.

Hér má finna ítarlega umfjöllun um Richardson undir fyrirsögninni „Why Robert Richardson is the DP Great Directors Want to Work With“.

Og að neðan má sjá klippu þar sem farið er yfir stíl hans og nálgun:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR