Tökur hófust í gær á Nesjavallavegi á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð. Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá tökum.
Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið, kórstjóra á fimmtugsaldri, sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Búlgaríu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?
Benedikt og Ólafur Egill Egilsson skrifa handrit, Benedikt framleiðir einnig ásamt Marianne Slot hjá Slot Machine. Zentropa og Köggull meðframleiða. Bergsteinn Björgúlfsson er tökumaður. Beta Cinema annast sölu á alþjóðlegum vettvangi.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.690214984521376.1073741831.452594694950074&type=1&l=40a95dcad9