„Rökkri“ dreift í Ameríku

Rammi úr Rökkri.

Kvikmyndadreifingarfyrirtækið Breaking Glass Pictures hefur fengið dreifingarréttinn í Bandaríkjunum á íslensku hrollvekjunni Rökkur (Rift). Handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Erlingur Óttar Thoroddsen.

Morgunblaðið skýrir frá og vitnar í ScreenDaily:

Mynd­in verður tek­in til sýn­ing­ar í nokkr­um kvik­mynda­hús­um vest­an­hafs og verður jafn­framt gef­in út á DVD og dreift á VOD leig­um í haust. Þetta kem­ur fram á vef Screendaily.com

Rökk­ur lokaði kvik­mynda­hátíðinni í Gauta­borg í fe­brú­ar á þessu ári og verður jafn­framt sýnd á hinseg­in kvik­mynda­hátíðinni Out­fest í Los Ang­eles í júlí.

Um er að ræða drama­tísk­an sál­fræðitrylli með hroll­vekj­andi ívafi og eina fyrstu ís­lensku kvik­mynd­in sem fjall­ar al­var­lega um ástar­sam­band tveggja manna.

Mynd­in fjall­ar um Gunn­ar sem fær und­ar­legt sím­tal frá fyrr­ver­andi kær­ast­an­um sín­um, Ein­ari, nokkr­um mánuðum eft­ir að þeir hætta sam­an. Ein­ar seg­ist vera í sum­ar­bú­stað en upp­lif­ir að hann sé ekki einn á staðnum. Gunn­ar ákveður að fara í bú­staðinn til Ein­ars og þá fer af stað hörku­spenn­andi at­b­urðarrás.

Með aðal­hlut­verk mynd­ar­inn­ar fara Björn Stef­áns­son og Sig­urður Þór Óskars­son.

Sjá nánar hér: Hinsegin sálfræðitryllir til Ameríku

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR