„Blindrahundur“ vinnur tvöfalt á Skjaldborg

Blindrahundur eftir Kristján Loðmfjörð hlaut bæði áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, sem lauk í gærkvöldi. Myndin fjallar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson.

[Von er á umfjöllun Ásgeirs H. Ingólfssonar um myndir hátíðarinnar innan tíðar.]

Birgir Andrésson lést árið 2007 aðeins 52 ára. Með báða foreldra blinda ólst Birgir upp við afar sérstakar aðstæður á Blindraheimilinu við Hamrahlíð 17. Tilveran í samfélagi blindra átti eftir að vera Birgi mikill efniviður í listsköpun síðar meir. Með listinni leitaðist Birgir við að varpa ljósi á hið „sérkennilega“ í íslenskri menningu og sögu. Heimildamyndin Blindrahundur leitast hins vegar við að varpa ljósi á sérkennilegt lífshlaup Birgis og hvernig maðurinn og verkin endurspeglast hvort í öðru.

Stikla myndarinnar er hér:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR