Ágúst Jakobsson filmar bresku myndina „Edie“, frumsýnd á Edinborgarhátíðinni

Ágúst Jakobsson (yst til vinstri) ásamt teymi við tökur á Edie í skosku hálöndunum.

Ágúst Jakobsson er tökumaður bresku myndarinnar Edie í leikstjórn Simon Hunter. Hin kunna breska leikkona Sheila Hancock fer með aðalhlutverkið, en myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Edinborg sem hefst 21. júní. 

Edie fjallar um samnefnda skapstygga konu á níræðisaldri. Eftir andlát eiginmannsins vill dóttirin koma henni fyrir á elliheimili en Edie er því mótfallin. Í staðinn fer hún til skosku hálandanna og leggst í fjallaklifur, í félagsskap ungs heimamanns.

Sheila Hancock í Edie.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR