Hvernig ferðast heimildamyndir?

Kim Christiansen.

Sölumessan Scandinavian Screening er haldin hér á landi í fyrsta skipti dagana 6.-8. júní en þangað mæta stærstu kaupendur sjónvarpsefnis í heiminum og skoða norrænt efni. Messan er haldin að undirlagi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Í tilefni þessa hefur RÚV fengið Kim Christiansen, ritstjóra og umsjónarmann samframleiðslu heimildarmynda hjá DR Sales, til að halda fyrirlestur um sölu heimildamynda.

Farið verður yfir hvað þarf að hafa í huga tæknilega og útfærslulega til að hámarka líkur á að heimildamyndir nái flugi sem víðast á erlendri grundu. Einnig verður farið yfir hvað verður til þess að þær komist á dagskrá hjá sjónvarpsstöðvum á alþjóðlegum mörkuðum.

Viðburðurinn er ókeypis og fer fram miðvikudaginn 7. júní kl. 13:00 – 14:30 í Efstaleiti 1.

RÚV býður áhugasömum að skrá sig á www.ruv.is/kim-christiansen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR