Þórir Snær: Íslenskan í sókn með Netflix

Þórir Snær Sigurjónsson. (Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson)

Þórir Snær Sig­ur­jóns­son finn­ur fyr­ir því að það sé meiri áhugi á ís­lensk­um kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um en áður var, mun meiri en þegar hann byrjaði að vinna sem kvik­mynda­fram­leiðandi. Hann seg­ir að það sé meðal ann­ars fyr­ir til­stuðlan Net­flix.

Þetta kemur fram í viðtali við hann í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar segir ennfremur:

Þannig dreifast bæði þætt­ir og mynd­ir mjög víða. „Fólk er miklu opn­ara en það var fyr­ir því að horfa á þætti á öðrum tungu­mál­um en ensku. Það fékk líka eng­an aðgang að því áður,“ seg­ir hann en segja má að þessi þróun hafi byrjað ekki síst með vel­gengni danskra og sænskra glæpaþátta. Ný­verið sló síðan norski ung­lingaþátt­ur­inn Skam í gegn víðar en í heima­land­inu.

„Ég er að vinna að sjón­varpsþáttaröð í Svíþjóð og það var planið að gera hana á ensku en nú erum við ákveðin í því að gera hana á sænsku. Net­flix og aðrir sem við töl­um við vilja að við ger­um þetta á sænsku,“ seg­ir hann og bæt­ir við að það sé bæði skemmti­legra og áhuga­verðara.

Þórir Snær fór ný­lega á fund með full­trúa Net­flix. „Hann sagði mér að Ísland væri í sókn. Hann hef­ur áhuga á þátt­um frá Íslandi á ís­lensku. Mér finnst það frá­bært.“

Am­er­íska stjörnu­kerfið hrunið

Þórir Snær er ánægður með að starfa í Evr­ópu. „Ég er evr­ópsk­ur kvik­mynda­gerðarmaður og lít á mig sem slík­an. Am­er­íska stjörnu­kerfið er hrunið en það sem mér finnst vera að koma í staðinn er eft­ir­spurn eft­ir sér­tæk­ara efni frá áhuga­verðum menn­ing­ar­svæðum og þar eig­um við Íslend­ing­ar stór tæki­færi og veit­ur eins og Net­flix hjálpa okk­ur að kom­ast í sam­band við um­heim­inn,“ seg­ir hann.

„Eins og þessi Coster-Waldau-mynd [3 Ting]. Við seld­um hana strax í Berlín um all­an heim til fyr­ir­tæk­is sem sel­ur mynd­ir til Net­flix og svo­leiðis veitna fyr­ir háa upp­hæð. Það er frá­bært, þetta er bara lít­il dönsk mynd gerð fyr­ir minnsta mögu­lega styrk sem hægt er að fá frá danska kvik­mynda­sjóðnum. Ég vil frek­ar að hún fari á Net­flix eða Hulu út um all­an heim held­ur en að hún brenni inni í Dan­mörku eða á af­mörkuðu svæði.“

Það tek­ur tíma að inn­sigla svona stóra samn­inga en fyrst núna í vik­unni bár­ust frétt­ir af þess­um samn­ingi við Cali­fornia Films en Þórir Snær er stadd­ur á Kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es. Hann er á hátíðinni meðal ann­ars til að fylgja eft­ir mynd­um sem hann kem­ur að sem fram­leiðandi eins og fyrr­nefndri 3 Ting og Ég man þig en hann seg­ir að víða sé áhugi á síðar­nefndu spennu­mynd­inni.

Frum­sýn­ir fimm mynd­ir á tólf mánuðum

Þórir Snær er hins veg­ar núna í þeirri óvenju­legu aðstöðu að hann frum­sýn­ir hvorki meira né minna en fimm mynd­ir á tólf mánaða tíma­bili. Tvær þeirra hafa verið í sýn­ing­um á sama tíma hér, Und­ir­heim­ar sem var frum­sýnd í lok apríl og Ég man þig, spennu­tryll­ir­inn eft­ir bók Yrsu Sig­urðardótt­ur, sem hef­ur notið mik­ill­ar hylli í ís­lensk­um bíó­hús­um. Síðasta sum­ar var The Neon Demon frum­sýnd, í haust var síðan kvik­mynd­in I blodet frum­sýnd en hún fékk m.a. Bodil-verðlaun sem besta ung­linga­mynd­in, litla hryll­ings­mynd­in Shell­ey kom út á svipuðum tíma og var líka til­nefnd, Und­ir­heim­ar var frum­sýnd í fe­brú­ar og um miðjan mánuðinn var 3 Ting frum­sýnd með leik­ar­an­um Nicolaj Coster-Waldau, sem er þekkt­ur úr Game of Thrones.

Sjá nánar hér: Íslenskan í sókn með Netflix – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR