Bresk/íslensk þáttaröð um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í uppsiglingu

Sævar Ciesielski og Erla Bolladóttir.

RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks og breska framleiðslufyrirtækið Buccaneer Media hafa tekið höndum saman um framleiðslu sjónvarpsþáttaraðar sem byggð verður á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þáttaröðin mun kallast Reykjavik Confessions.

RÚV greinir frá og vísar til umfjöllunar Deadline.

Á vef RÚV segir:

Breski blaðamaðurinn Simon Cox verður framleiðendum innan handar, en hann hefur farið ítarlega yfir málið undanfarin ár fyrir breska ríkisútvarpið.

Hvarf Guðmundar og Geirfinns verður í forgrunni þáttaraðarinnar, en einnig verður sjónum beint að tíðarandanum. Ísland var talsvert í alþjóðlegu sviðsljósi á þessum tíma. Þorskastríðið var í algleymingi og á þessum tíma fylgdust milljónir með beinni útsendinu skákeinvígis aldarinnar á milli Boris Spassky og Bobby Fischer.

Deadline hefur eftir Baltasar að hann hafi kynnst nokkrum þeirra sem voru dæmdir í málinu eftir að þeim var sleppt. Þeir segi enn að þeir séu saklausir og segir Baltasar að honum finnist það skylda sín að segja sögu þeirra. Þættirnir verða á ensku. Handritshöfundur verður John Brownlow, en hann skrifaði til að mynda handritið fyrir sjónvarpþætti um Ian Fleming, höfund sagnanna af James Bond.

Sjá nánar hér: Ensk þáttaröð um þekktasta sakamál Íslands | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR