Þegar Reynir sterki bað konu sína að hinkra eftir Baldvin Z á miðilsfundi

Baldvin Z (Mynd: Vilhelm Gunnarsson).

Baldvin Z leggur nú lokahönd á heimildamynd sína um Reyni Örn Leósson – Reyni sterka. Morgunblaðið fjallar um myndina og ræðir við Baldvin.

Í frétt mbl.is segir:

„Án þess að segja of mikið þá lét hann vita af sér. Nú er ég skeptísk­ur maður að eðlis­fari en það eru eigi að síður áhöld um það hvor okk­ar hafi stýrt þess­ari mynd, Reyn­ir eða ég. Við fund­um vel fyr­ir Reyni við gerð mynd­ar­inn­ar og það kem­ur glöggt fram í henni. Hlut­ir eiga sér stað.“

Þetta seg­ir kvik­mynda­gerðarmaður­inn Bald­vin Z en hann er nú að leggja loka­hönd á heim­ild­ar­mynd um goðsögn­ina Reyni sterka sem frum­sýnd verður í haust.

Þegar Bald­vin nefndi hug­mynd­ina fyrst við seinni eig­in­konu Reyn­is, Erlu Sveins­dótt­ur, um alda­mót­in hafði hann ekki lokið námi og í ljósi þess að fleiri bönkuðu á dyrn­ar bjóst hann við því að hún myndi af­henda öðrum mynd­efnið. „Þá fór hún á miðils­fund þar sem Reyn­ir kom fram og sagði henni að bíða eft­ir unga drengn­um.“ Og það gerði hún.

Reyn­ir Örn Leós­son var fædd­ur árið 1939 og lést langt fyr­ir ald­ur fram árið 1982 úr lungnakrabba. Snemma tók að bera á óvenju­leg­um kröft­um hans og Reyn­ir ferðaðist upp frá því víða og sýndi aflraun­ir. Hann setti þrjú heims­met, sem Heims­meta­bók Guinn­ess viður­kenn­ir og standa enn. Meðal ann­ars braust hann út úr fanga­klefa enda þótt hann væri sett­ur þar inn ræki­lega bund­inn og keflaður. Annað met setti Reyn­ir þegar hann sleit 6,1 tonns þunga keðju í sund­ur og fær Bald­vin aflrauna­menn úr sam­tím­an­um til að freista þess að slá metið í mynd­inni.

Eng­um sög­um fer af út­kom­unni. „Þú verður bara að sjá mynd­ina!“

Bald­vin kveðst segja sögu Reyn­is með per­sónu­leg­um hætti en mark­miðið er að leita svara við því hver maður­inn var og hvað gerði hann svona óvenju­leg­an. Bald­vin ferðaðist meðal ann­ars vítt og breitt um landið ásamt Dísu And­erim­an, sem hjálpaði hon­um að koma þessu verk­efni af stað árið 2009, og tók fjöl­mörg viðtöl við fólk sem þekkti Reyni. „Það eru all­ir sam­mála um að hann hafi verið mjög óvenju­leg mann­eskja og þá erum við ekki bara að tala um kraft­ana. Það var margt annað óvenju­legt við Reyni sterka,“ seg­ir Bald­vin.

Nán­ar er rætt við Bald­vin í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Sjá nánar hér: Sterk nærvera Reynis – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR