spot_img

LevelK höndlar alþjóðlega sölu á „Grimmd“

Danska sölufyrirtækið LevelK fer með alþjóðlega sölu á kvikmynd Antons Sigurðssonar, Grimmd, sem frumsýnd var í október síðastliðnum og varð önnur vinsælasta mynd ársins.

Alþjóðlegur titill myndarinnar er Cruelty. Erlingur Jack Guðmundsson, Anton Sigurðsson og Haraldur Bender hjá Virgo Films framleiða; Fenrir Films, BobbleHead Productions og Fulton Street Entertainment eru meðframleiðendur. Arnar Gunnlaugsson er yfirframleiðandi (executive producer).

 

Myndin verður kynnt á markaðnum á Berlínarhátíðinni sem nú stendur yfir.

Variety skýrir frá.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR