X-faktorinn í íslensku sjónvarpsefni

Skarphéðinn Guðmundsson.

Morgunblaðið fjallar um leikið íslenskt sjónvarpsefni og möguleika þess á alþjóðlegum markaði. Rætt er við Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóra RÚV og Davíð Óskar Ólafsson framleiðanda Fanga um stöðuna og horfur framundan.

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir:

Það er sí­fellt verið að leita að ein­hverju nýju, hinu óvænta. X-fa­ktor­inn okk­ar, þetta sem eng­inn hef­ur nema við, eru ís­lensku ein­kenn­in. Það eru nógu marg­ir að búa til fjölda­fram­leitt staðlað efni, við erum ekki að því og við erum ekki að fara að keppa við Hollywood. Núna erum við þetta nýja og ef við fram­leiðum ekki gott ís­lenskt efni, þá ger­ir það eng­inn,“ seg­ir Skarp­héðinn Guðmunds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, en RÚV hef­ur komið að fram­leiðslu beggja of­an­greindra þátta og fjöl­marg­ir fleiri þætt­ir, sem farið gætu á alþjóðamarkað, eru í bíg­erð.

Síðasti þátt­ur­inn af Föng­um var sýnd­ur á RÚV á sunnu­dags­kvöldið, þætt­irn­ir fengu mikið lof sem náði út fyr­ir land­stein­ana og hef­ur m.a. verið fjallað um þætt­ina í Variety, sem er eitt helsta tíma­rit afþrey­ing­ariðnaðar­ins.

Gæðaefni er eft­ir­sótt

Skarp­héðinn seg­ir Fanga vera gott dæmi um þá breyt­ingu sem orðið hef­ur í fram­leiðslu sjón­varps­efn­is á stutt­um tíma. „Þó að áhorf á línu­lega dag­skrá hafi minnkað, þá hef­ur sjón­varps­áhorf lík­lega aldrei verið meira. Það eru svo marg­ir mögu­leik­ar til að horfa á sjón­varp; á net­inu, á ýms­um efn­isveit­um og á sjón­varps­stöðvun­um sjálf­um. Þetta hef­ur leitt til auk­inn­ar eft­ir­spurn­ar eft­ir vönduðu gæðaefni og það laðar að hæfi­leika­ríkt fólk. Áður var litið niður á sjón­varp, en núna eru nán­ast all­ir nafn­togaðir kvik­mynda­gerðar­menn að vinna að sjón­varps­verk­efn­um.“

Und­ir þetta tek­ur Davíð Óskar Ólafs­son, fram­leiðandi og leik­stjóri hjá Mystery Producti­on, sem fram­leiddi Fanga ásamt fleir­um. „Við ákváðum snemma í und­ir­bún­ings­ferl­inu að setja markið hátt; að búa til þáttaröð sem veitti öðrum þátt­um úti í heimi sam­keppni. Við gerðum allt vel – mynda­tak­an, hljóðið, leik­ur­inn, tón­list­in, sviðsmynd­in; þetta er allt eins og best er hægt að gera það,“ seg­ir Davíð.

Davíð Óskar Ólafsson
Davíð Óskar Ólafsson.

Fang­ar verða sýnd­ir víða

Nú þegar hafa Fang­ar verið seld­ir til sýn­inga hjá öll­um nor­rænu stöðvun­um og á pólsku stöðina Canal+. Verið er að ganga frá samn­ing­um við einka­rekna sjón­varps­stöð á Spáni og efn­isveita hef­ur fest kaup á þátt­un­um. Davíð seg­ir að sam­kvæmt samn­ingn­um sé sér ekki heim­ilt að gefa upp hvaða efn­isveitu sé um að ræða, en um sé að ræða alþjóðlega veitu sem streym­ir þátt­um og kvik­mynd­um. Á morg­un held­ur hann á kvik­mynda­hátíðina í Berlín þar sem þætt­irn­ir verða kynnt­ir á svo­kölluðum sjón­varps­markaði. „Það geta verið mikl­ir pen­ing­ar í þessu,“ svar­ar hann, spurður um hvort þætt­irn­ir séu farn­ir að raka sam­an fé, en seg­ir of snemmt að segja til um hvort sú verði raun­in með Fanga.

Aðkoma RÚV að fram­leiðslu Fanga er margþætt að sögn Skarp­héðins. „Við erum fyrsti aðil­inn sem kem­ur inn í ferlið, það er lífs­nauðsyn­legt fyr­ir fram­leiðend­urna að fá sjón­varps­stöð sem ætl­ar að sýna þætt­ina inn sem fyrst. Við erum með í vinnslu þátt­anna all­an tím­ann og höf­um milli­göngu um sam­starf við nor­rænu stöðvarn­ar, sem fyrst og fremst felst í að þær tryggja sér sýn­ing­ar­rétt á þátt­un­um.“

Skarp­héðinn seg­ir það vera til marks um breytta tíma í fram­leiðslu leik­ins ís­lensks sjón­varps­efn­is að all­ar nor­rænu rík­is­stöðvarn­ar voru meðfram­leiðend­ur að Ófærð og Föng­um. Það hafi ekki gerst áður. Hann seg­ir að gerðar hafi verið lang­tíma­áætlan­ir um þátt­araðir af ýms­um lengd­um og gerðum. Stefn­an sé að geta boðið upp á allt að þrjár þátt­araðir á ári til að geta annað eft­ir­spurn og framund­an séu m.a. þátt­araðirn­ar Líf eft­ir dauðann eft­ir Veru Sölva­dótt­ur, sem sýnd verður um pásk­ana og Lof­orðið eft­ir Braga Þór Hinriks­son og Guðjón Davíð Karls­son sem sýnd verður næsta haust.

Er mark­visst verið að horfa til út­landa við fram­leiðslu þátta á borð við Ófærð og Fanga? „Það er al­veg ljóst, að ef efnið á ein­göngu að vera sýnt á Íslandi, þá get­ur það ekki verið eins um­fangs­mikið. Það þarf þó ekki að þýða að við get­um ekki haldið áfram að segja okk­ar eig­in sög­ur, því þar ligg­ur ein­mitt áhugi annarra þjóða: á sér­kenn­um okk­ar,“ svar­ar Skarp­héðinn.

Vel­gengn­in lá í loft­inu

„Það er svo margt,“ svar­ar Davíð spurður um hvaða skýr­ing­ar hann gefi á vel­gengni Fanga. „Þetta lá svo­lítið í loft­inu, við áttuðum okk­ur á að við vær­um með eitt­hvað ein­stakt í hönd­un­um. En það sem er kannski svo­lítið sér­stakt er að sag­an er ekki drif­in áfram af plotti eins og svo marg­ir þætt­ir, held­ur er þetta heild­ar­mynd og það verður að horfa á alla þætt­ina.“

Mega sjón­varps­áhorf­end­ur bú­ast við Föng­um 2? „Það stóð ekk­ert endi­lega til í upp­hafi, en við höf­um nú þegar tekið upp viðræður við höf­unda og fram­leiðend­ur um að gera fram­hald,“ seg­ir Skarp­héðinn.

Sjá nánar hér: Þetta íslenska er X-faktorinn – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR