„Tom of Finland“ verðlaunuð í Gautaborg

Þorsteinn Bachmann og Ingvar Þórðarson við tökur á Tom of Finland.

Tom of Finland eftir Dome Karukoski hlaut FIPRESCI verðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag. Ingvar Þórðarson er einn meðframleiðenda myndarinnar en aðrir Íslendingar sem koma að myndinni eru tónskáldið Hildur Guðnadóttir og leikarinn Þorsteinn Bachman.

FIPRESCI verðlaunin eru veitt af samnefndum alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda. Í umsögn dómnefndar segir:

For the way the director and his team portray the life of such an iconic character, balancing a well done execution and story development, and taking us through the decades thanks to a clever use of music and production design.

Tom of Finland var opnunarmynd hátíðarinnar í ár, en þess má geta að lokamyndin var Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR