Framleiðendur Hjartasteins, Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson, fengu Lorens framleiðendaverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag.
Verðlaunin eru veitt í samvinnu við Kodak og sænska framleiðslufélagið Focus Film. Þau samanstanda af 50 rúllum af 35mm kvikmyndafilmu auk þess sem framleiðendum verður boðið að þróa næsta verkefni sitt hjá Focus Film.
Í umsögn dómnefndar segir:
The award goes to a group of producers who have mastered the organic sensitivity in film. In a beautifully coherent production we get an effortless portrait of the search of one’s identity in a con-servative society. This film is a great example of a successful Nordic collaboration.
Sjá nánar verðlaunahafa hér: Here are the Dragon Award winners | Göteborg Film Festival