„Hjartasteinn“ verðlaunuð í Grikklandi og á Spáni

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini.
Baldur Einarsson og Blær Hinriksson fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars hlaut silfurverðlaun (Silver Alexander) alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku í Grikklandi, sem lauk um helgina Einnig vann hún til Ocaña frelsisverðlauna evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Sevilla á Spáni.

Myndin hefur nú unnið til 12 alþjóðlegra verðlauna.

Nánari upplýsingar um verðlaunahafa í Þessalóníku er að finna á heimasíðu hátíðarinnar og nánari upplýsingar um verðlaunahafa í Sevilla er sömuleiðis að finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Sjá nánar hér: Hjartasteinn vann dómnefndarverðlaun í Þessalóníku | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR