Heimildamyndin „Aumingja Ísland“ frumsýnd 10. nóvember

Bendikt Erlingsson er sögumaður myndarinnar.
Benedikt Erlingsson er sögumaður myndarinnar.

Heimildamynd Ara Alexanders Aumingja Ísland, Sturlungaöld um aldir alda verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 10. nóvember. Myndin tekur á því sem gerðist hér í útrás og hruni og fjallar frá víðara sjónarhorni um örlög og sjálfsskilning þjóðarinnar, um vandann við að greina söguna á líðandi stund og um angist kvikmyndagerðarmannsins sem reynir að skilja samfélagið sem hann býr í.

Þegar bankakerfið á Íslandi hrundi 2008 fór Ari Alexander að mynda atburðarrásina og reyna að átta sig á afleiðingunum fyrir íslenskt samfélag. Margt af því sem hrunið velti upp kallaðist á við kvikmynd sem faðir Ara, Magnús Jónsson, hafði gert um Ísland árið 1974 og þegar betur var að gáð má líka sjá hrunið speglast í átökum Sturlungaaldar. Benedikt Erlingsson leiðir frásögnina sem sögumaður.

Auk þess að stýra gerð myndarinnar skrifar Ari Alexander handrit ásamt Jóni Proppé. Framleiðendur eru Ari Alexander Ergis Magnússon, Jón Proppé, Benedikt Erlingsson, Magnús Árni Skúlason og Guðbergur Davíðsson. Kvikmyndataka var í höndum Bjarna Felix Bjarnasonar og Tómasar Arnar Tómassonar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR