[Kitla] Hrollvekjan „Mara“ væntanleg á næsta ári

Aðstandendur hrollvekjunnar Mara óska eftir stuðningi við eftirvinnslu myndarinnar sem verið hefur í tökum siðastliðið ár. Myndin er væntanleg á næsta ári.

Mara fjallar í stuttu máli um par sem flytur frá Bandaríkjunum til Íslands til að opna gistiheimili úti í íslensku sveitinni. Þau kaupa gamalt hús og komast fljótt að því að það er ekki allt með felldu þegar þau finna djúpa holu í kjallaranum, en þar undir býr forn vættur sem aðeins hefur heyrst um í þjóðsögum. Stuttu eftir það fara stórfurðulegir hlutir að gerast.

Leikstjóri myndarinnar er Elvar Gunnarsson, en með aðalhlutverk fara Gunnar Kristinsson og Vivian Ólafsdóttir. Með önnur helstu hlutverk fara Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason, Þór Túliníus, Björn Jörundur og Darren Foreman.

Fræðast má meira um verkefnið hér: MARA – Hryllingsmynd – Karolina Fund

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR