Eiðurinn Baltasars Kormáks er í öðru sæti aðsóknarlistans og nálgast nú þriðja tugþúsundið í gestafjölda eftir þriðju sýningarhelgi.
3,515 manns sáu myndina um helgina en alls 9,298 manns yfir vikuna. Samtals hafa því 28,191 séð Eiðinn síðan hún var frumsýnd þann 9. september s.l.