Níu myndir í Ísland í brennidepli flokknum á RIFF, „Sundáhrifin“ opnunarmynd

Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach verður opnunarmynd RIFF í ár.
Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach verður opnunarmynd RIFF í ár.

Alls verða níu frumsýningar á íslenskum myndum og myndum sem tengjast landinu á einhvern máta í flokknum Ísland í brennidepli – Icelandic Panorama á væntanlegri RIFF hátíð.

Sem dæmi má nefna opnunarmynd hátíðarinnar í ár, The Together Project / Sundáhrifin / L’Effet Aquatique í leikstjórn Sólveigar Anspach. Sundáhrifin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Cannes og vann þar til SACD-verðlaunanna fyrir bestu frönskumælandi kvikmyndina á lokahófi í Director’s Fortnig­ht-dag­skrár­inn­ar.

Sólveig lét baráttu við illvígt krabbamein ekki aftra sér frá því að klára tökur og eftirvinnslu myndarinnar að mestu leyti. Sólveig lést í ágúst árið 2015.

Sólveig leikstýrði Sundáhrifunum og skrifaði handritið ásamt Jean-Luc Gaget. Skúli Malmquist framleiddi fyrir Zik Zak kvikmyndir ásamt Partrick Sobelman sem framleiddi fyrir Ex Nihilo. Í stórum hlutverkum í myndinni eru Didda Jónsdóttir, Frosti Jón Runólfsson, Ingvar E. Sigurðsson og Kristbjörg Keld. Í aðalhlutverkum eru Florence Loiret Caille og Sam­ir Gu­esmi.

InnSæi / the Sea within eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur verður einnig frumsýnd hér á landi. Myndin var heimsfrumsýnd í Berlín í byrjun júní og hefur vakið mikla lukku. ’InnSæi’ fjallar um leit inn á við, vísindi, náttúru og sköpun. Myndin ferðast með áhorfandanum um heiminn í tilraun til að finna tengingu í heimi þar sem streita og áreiti ráða ríkjum.

Einnig verða tvær myndir um Baska- eða Spánverjavígin frumsýndar á RIFF; Slaying of the Basques / Baskavígin og Killing of the Basque Whalers / Baskamorðin. Atburðirnir áttu sér stað árið 1615 en þá lentu baskneskir sjómenn í hrakningum við strendur Íslands og voru að lokum myrtir að undirlagi Ara í Ögri.

Myndirnar í Icelandic Panorama flokki RIFF eru:

  • The Together Project / Sundáhrifin / L’Effet Aquatique (ISL/FRA) – Sólveig Anspach/Jean-Luc Gaget
  • InnSæi / the Sea within (ISL) – Kristín Ólafsdóttir / Hrund Gunnsteinsdóttir
  • Death in Westfjords / Der Tote vom Westfjord (GER/ICE) – Till Endemann
  • Northern Experience / Expérience Septentrionale / Upplifun á norðurslóðum (FRA / ICE) – Gurwann Tran Van Gie
  • Pale Star (ICE/GBR) – Graeme Maley
  • Ransacked (ISL) – Pétur Einarsson
  • Killing of the Basque Whalers / Baskamorðin (ESP) – Eñaut Tolosa, Beñat Iturrioz
  • Slaying of the Basques / Baskavígin (ESP/ICE) – Aitor Aspe
  • When You Least Expect It / Þegar þú átt þess síst von (ESP/ICE) – Mart Kivastik

RIFF hefst þann 29. september næstkomandi og hátíðarpassa má nálgast hér.

Sjá nánar hér: Full vika af íslenskum frumsýningum – RIFF

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR