Stikla og plakat kvikmyndarinnar Hjartasteins eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hafa verið opinberuð og má sjá hér.
Myndin, sem hlaut verðlaun á nýafstaðinni Feneyjahátíð og heldur nú til Toronto og þaðan til Busan, verður frumsýnd á Íslandi um áramót samkvæmt heimildum Klapptrés.