Stuttmyndir Guðmundar Arnars halda áfram að taka inn verðlaun

Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri.
Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri.

Stuttmyndir Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður og Ártún, halda áfram sigurgöngu sinni á kvikmyndahátíðum heimsins. Hvalfjörður var á dögunum valin besta leikna myndin á Zoom – Zblizenia kvikmyndahátíðinni í Jelenia Gora í Póllandi og Ártún besta leikna stuttmyndin á Mediawave kvikmyndahátíðinni í Komárom í Ungverjalandi.

Hvalfjörður hefur nú tekið þátt á nálægt 200 kvikmyndahátíðum yfir þriggja ára tímabil og unnið til samtals 45 verðlauna á þeim. Ártún hefur tekið þátt á um 50 kvikmyndahátíðum á einu og hálfu ári og unnið til átta verðlauna á þeim.

Fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd, Hjartasteinn, er nú í eftirvinnslu og ráðgert er að frumsýna hana hérlendis næstkomandi haust.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR