„Keep Frozen“ vinnur á Skjaldborg

Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir, framleiddu og stýrðu heimildamyndinni Keep Frozen sem vann áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2016.
Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir, framleiddu og stýrðu heimildamyndinni Keep Frozen sem vann áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2016. Í miðið er tökumaðurinn Dennis Helm.

Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur og í framleiðslu Helgu Rakelar Rafnsdóttur hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Þetta er í annað sinn sem þær Hulda og Helga hljóta þessi verðlaun en þær unnu einnig fyrir Kjötborg 2008.

Almennar sýningar hefjast á myndinni í Bíó Paradís næsta miðvikudag, 18. maí.

Síða Skjaldborgarhátíðinnar, sem nú fór fram í tíunda sinn, er hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR