Breski kvikmyndavefurinn Jump Cut fjallar um fyrstu umferð Ófærðar sem nú er fáanleg í Bretlandi á DVD og BluRay. Gagnrýnandinn Mark Blakeaway fer fögrum orðum um verkið og segir það heillandi sjónvarp eins og það gerist best og enn eina fínu viðbótina við glæpasagnabálkinn.
Blakeaway segir meðal annars:
Fundamentally, by establishing and constantly introducing realistic often questionable characters at the core of the drama, our focus remains on people as opposed to the acts committed. We become lured into the emotion as we bond with the characters; we feel the tension of every cliff-hanger, we exist just as they do in this ice-cold suspended state of uncertainty, so that when an event does happen, it shocks you like it shocks everyone else.
Sjá nánar hér: Trapped [S1] | JumpCut UK
Þá birti vefurinn Nordic Noir and TV nýlega könnun á Twitter síðu sinni þar sem lesendur eru spurðir um uppáhalds nýlegu norrænu seríu sína. Ófærð er þar í fyrsta sæti með 68% atkvæða en dönsku þættirnir Bedrag (Follow the Money) koma langt á eftir með 21% atkvæða.