RVK Studios Baltasars Kormáks hefur ráðið Pétur Sigurðsson til að stýra nýrri deild sem kemur til með að þjónusta erlend sjónvarps-, kvikmyndaverkefni og auglýsingar.
Pétur er með reyndari mönnum á þessu sviði hér á landi. Á undanförnum árum hefur hann meðal annars haldið utan um framleiðslu Game of Thrones, Fortitude og Into the Inferno, mynd Werner Herzog. Eins hefur hann framleitt fjöldan allan af auglýsingum fyrir erlend vörumerki eins og Apple, Samsung, Mercedes Benz, Porsche, BMW, VW, Land Rover, Cadillac, Ford, Subaru, Nissan, Rolex, Good Year, Yokohama, Chevron, Total og Juicy Couture svo nokkur séu nefnd.
Fjallað er um þetta á vef Hollywood Reporter og þar er meðal annars haft eftir Baltasar:
„Petur is a fantastic addition to RVK and brings with him a vast knowledge of filmmaking in Iceland and also a wealth of experience in a variety of genres and budgets,“ said Kormakur. „With Petur joining RVK, we hope to pave the way for other filmmakers interested in a great Nordic cinematic experience, on and off the screen.“