Greining | „Reykjavík“ komin yfir 2000 gesti, „Fyrir framan annað fólk“ hækkar milli vikna

facesponsReykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.

Reykjavík fékk alls 407 gesti í vikunni og þar af 178 um helgina. Myndin hefur nú fengið alls 2,006 gesti eftir þrjár sýningarhelgar.

Fyrir framan annað fólk fékk 1,410 gesti í vikunni og þar af 425 um helgina. Myndin hefur nú fengið alls 9,303 gesti eftir fimm sýningarhelgar.

Þá er Hrútar komin með alls 22,184 gesti eftir 44 sýningarhelgar.

Aðsókn á íslenskar myndir 21.-27. mars 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
5Fyrir framan annað fólk1,4109,303
3Reykjavík4072,006
44Hrútar-22,184
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR