Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir þriðju sýningarhelgi. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar hækkar sig úr 6. sæti í það fjórða og Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram í sýningum.
Reykjavík fékk alls 407 gesti í vikunni og þar af 178 um helgina. Myndin hefur nú fengið alls 2,006 gesti eftir þrjár sýningarhelgar.
Fyrir framan annað fólk fékk 1,410 gesti í vikunni og þar af 425 um helgina. Myndin hefur nú fengið alls 9,303 gesti eftir fimm sýningarhelgar.
Þá er Hrútar komin með alls 22,184 gesti eftir 44 sýningarhelgar.
Aðsókn á íslenskar myndir 21.-27. mars 2016
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
5 | Fyrir framan annað fólk | 1,410 | 9,303 |
3 | Reykjavík | 407 | 2,006 |
44 | Hrútar | - | 22,184 |