Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.
Samband Hrings við Elsu hangir á bláþræði. Þau og ung dóttir þeirra hafa fundið draumahúsið sitt en plönin fara úr skorðum og Elsa vill endurskoða allt. Meðan Hringur reynir að átta sig á hvað fór úrskeiðis og hvort þau geti borið saman brotin, flækist hann inní óuppgerð fortíðarmál Tolla besta vinar síns með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Með helstu hlutverk fara Atli Rafn Sigurðarson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir.
Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Hjörtur Jóhann Jónsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Björn Thors og Lilja Nótt Þórarinsdóttir.
Sölmundur Ísak Steinarsson, Daníel Gylfason og Dagur Benedikt Reynisson hjá Bobblehead Productions eru meðframleiðendur ásamt helstu leikurum og tökumanninum Néstor Calvo, Sunna Gunnlaugs gerir tónlist, Ragnar Vald Ragnarsson klippir, Ólöf Benediktsdóttir sér um búninga, Agnar Friðbertsson tekur upp hljóð, Huldar Feyr Arnarson hljóðblandar, Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir annast förðun og Níels Thibaud Girerd sér um leikmynd.
Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur umræddrar kvikmyndar.