Sjónvarp Símans kaupir sýningarrétt á væntanlegri þáttaröð Baldvins Z

Sjónvarp Símans hefur tryggt sér sýningarréttinn á sjónvarpsþáttaröð sem Baldvin Z og samstarfsfólk hans er með í undirbúningi. Þættirnir verða 13 og er fyr­ir­hugað að serí­an verði til­bú­in eft­ir tvö til þrjú ár.

Þetta kemur fram á mbl.is:

„Barni ungs ís­lensks pars er rænt á er­lendri grundu. Meira gef ég ekki upp að svo stöddu,“ seg­ir Bald­vin Z kvik­mynda­leik­stjóri stríðnis­lega og vís­ar til söguþráðar sjón­varpsþáttaseríu sem hann er með á teikni­borðinu. Sjón­varp Sím­ans hef­ur fest kaup á sýn­ing­ar­rétt­in­um og geta Bald­vin og fé­lag­ar því farið að snúa sér að hand­rits­skrif­um og frek­ari þróun hug­mynd­ar­inn­ar. Um er að ræða þrett­án þætti og er fyr­ir­hugað að serí­an verði til­bú­in eft­ir tvö til þrjú ár.

„Þessi sería hef­ur verið í hægri og góðri þróun og nú þegar Sím­inn hef­ur keypt hana af okk­ur get­um við farið að láta hend­ur standa fram úr erm­um. Það er alltaf stærsti áfang­inn að tryggja að ein­hver vilji sýna efnið. Við erum mjög ánægðir að hafa eins öfl­ug­an aðila og Sím­ann á bak við okk­ur,“ seg­ir Bald­vin en fjár­mögn­un verk­efn­is­ins held­ur eigi að síður áfram.

Nán­ar er rætt við Bald­vin Z í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Sjá nánar hér: Barni ungs íslensks pars rænt – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR