„Son of Saul“ frumsýnd fimmtudagskvöld á Stockfish

son of saulUngverska kvikmyndin Son of Saul eftir László Nemes verður frumsýnd á Stockfish hátíðinni annað kvöld kl. 20:30 að viðstöddum leikmyndahönnuði myndarinnar, László Rajk. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og er henni víða spáð verðlaununum.

Dagskráin á morgun er að öðru leyti sem hér segir:

Kl 18:00 – Road to Istanbul Q&A

Eftir þessa sýningu myndarinnar verða drykkir í boði Franska Sendiráðsins í Bíó Paradís.

Kl 18:00 – Cherry Tobacco Q&A

Cherry Tobacco er ein fimm Eistneskra mynda sem sýndar verða á Stockfish í ár. Andres og Katrin Maimik, leikstjórar myndarinnar verða viðstödd Q&A.

Kl 20:00 – Landscape with many moons Q&A

Landscape with many moons er ein fimm Eistneskra mynda sem sýndar verða á Stockfish í ár. Ivo Felt, framleiðandi myndarinnar, verður viðstaddur Q&A.

Kl 20:15 – Zero Point Q&A

Zero Point er ein fimm Eistneskra mynda sem sýndar verða á Stockfish í ár.

Evelin Soosaar-Penttilä, framleiðandi myndarinnar, verður viðstödd Q&A.

Kl 20:30 – Son of Saul Q&A

Son of Saul hverfist um Sál, ungverskan fanga í útrýmingarbúðum nasista sem tilheyrir Sonderkommandos, hópi gyðinga sem gátu framlengt líf sitt innan búðanna með því að taka á sig það ógeðfellda hlutverk að aðstoða nasista við útrýmingu og líkbrennslu samfanga sinna. Dag einn verður Sál var við dreng meðal líkanna sem minnir hann upplifir á son sinn. Þessi sýn vekur hann úr vélrænu ástandi sínu og ræðst hann í hið torsótta verkefni að bjarga líki drengsins frá vítislogunum og finna rabbía til að veita honum viðeigandi útför og greftrun að gyðingasið. Nýstárleg og óvægin sýn á helförina sem hlaut hin virtu Grand Prix verðlaun á Cannes hátíðinni.

László Rajk, leikmyndahönnuður myndarinnar, verður viðstaddur Q&A.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR