Tveir Íslendingar koma að verðlaunamyndum á Berlinale

Jóhann Jóhannson tónskáld og Arnar Þórisson tökumaður.
Jóhann Jóhannson tónskáld og Arnar Þórisson tökumaður.

Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir stuttmyndina A Man Returned sem hlaut Silfurbjörninn á Berlinale hátíðinni í kvöld. Þá var Arnar Þórisson tökumaður lettnesku kvikmyndarinnar Mellow Mud sem hlaut Krystalbjörninn fyrir bestu mynd í flokknum Generation 14Plus.

Dómnefnd segir um Mellow Mud:

We were particularly impressed by a film that managed to create powerful and expressive images in spite of its spare dialogue and understated performances. Thanks to a convincing portrayal of the female protagonist, we were able to accompany her on a journey that movingly depicted the search for personal self-determination, strength and responsibility. In an inspirational fashion, this film production captures the decisive process of personal growth experienced by young people on their way to becoming adults.

Variety dregur hvergi af sér í umsögn um myndina og tekur sérstaklega fyrir hlut Arnars:

The phenomenal Vaska, who currently studies audiovisual and stage art at the Latvian Academy of Culture, is a remarkable find, certain to be in demand at home and abroad. The intimate, beautifully framed lensing of d.p. Arnar Thorisson captures her in a multitude of moods and looks, from tough tomboy to achingly lovely young woman. The other craft credits are strong and naturalistic.

Berlinarhátíðinni lýkur á morgun en verðlaunaafhendingar fóru fram í kvöld. Aðalverðlaun hátíðarinnar hlaut heimildamyndin Fire at Sea sem lýsir hlutskipti flóttamanna á Miðjarðarhafi og hefur verið mjög umtöluð á hátíðinni.

Sjá má allar verðlaunaveitingar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR