Óskar Jónasson í viðtali: „Það kemur að því að þú verður að vera þú sjálfur“

Óskar Jónasson (Ljósmynd: Allan Sigurðsson/SKE).

Óskar Jónasson leikstjóri er í viðtali við Ske í tilefni væntanlegrar frumsýningar á nýjustu mynd hans, Fyrir framan annað fólk, þar sem hann ræðir myndina og hugmyndirnar bakvið hana.

Úrdráttur úr viðtalinu:

Þetta er fyrst og fremst falleg ástarsaga sem fjallar um tilhugalífið, um þetta tímabil þegar fólk er að kynnast. Það breytir um karakter og allt verður nýtt og yndislegt. Fólk reynir að snúa fram sinni bestu hlið og teflir fram sínum bestu eiginleikum.

(Blaðamaður dregur inn andann og stingur sér djúpt ofan í kanínuholu Alice.)

SKE: Í grófum dráttum fjallar myndin um feiminn náunga að nafni Húbert (Snorri Engilbertsson), sem reynir að heilla Hönnu (Hafdísi Helgu) með því að líkja eftir yfirmanni sínum Friðriki (Hilmi Snæ) og þessi viðleitni hans leiðir hann síðar í ógöngur. Ég hef velt þessari hugmynd um sjálfið mikið fyrir mér: Við erum öll að líkja eftir einhverjum að einhverju leiti og því er nánast ómögulegt að tala um frumlegheit …

Þessi pæling er kjarni myndarinnar. Húbert líkir eftir Friðriki, sem er mikill kvennaljómi. Hann sýnir Hönnu karakter sem kemur honum jafn mikið á óvart og henni. Þetta brýtur ísinn og er mjög skemmtilegt en, eins og í öllum mannlegum samskiptum, kemur alltaf að því að einhvers konar kaflaskipti eiga sér stað: Sambandið breytist. Það kemur að því að þú verður að vera þú sjálfur. Tilhugalífið er tilhugalífið og einhvern tímann tekur það enda.

Sjá viðtalið í heild hér: Óskar Jónasson

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR