Stockfish hátíðin hefst á fimmtudag, 18. febrúar

stockfish-2016-logoStockfish Film Festival fer fram í annað sinn í Bíó Paradís dagana 18.-27. febrúar. Fjöldi verðlaunakvikmynda og áhugaverðir viðburðir eru á dagskrá, auk þess sem von er á um 40 erlendum gestum á hátíðina.

Opnunarmyndin er The Diary of a Teenage Girl og meðal annarra mynda eru Son of Saul sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna í ár sem besta erlenda kvikmyndin, The Look of Silence sem einnig er tilnefnd til Óskars en í flokki heimildamynda og hin margumtalaða Victoria sem tekin er upp í einungis einu skoti. Auk þess snýr heiðursgestur síðasta árs, Rachid Bouchareb, aftur með splunkunýja mynd, The Road to Istanbul. Z for Zachariah, sem framleidd er meðal annars af Zik Zak kvikmyndum og skartar Margot Robbie, Chiwetel Eijiofor og Chris Pine í helstu hlutverkum verður einnig sýnd.

Myndaúrvalið má að öðru leyti kynna sér hér og viðburði hér.

Trailer Stockfish Film Festival 2016 er hér! // The trailer for Stockfish Film Festival 2016 is here!

Posted by Stockfish – Film Festival in Reykjavík on 10. febrúar 2016

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR