spot_img

„Mules“ í tökur í vor

Börkur Sigþórsson.
Börkur Sigþórsson.

Breska sölufyrirtækið West End Films mun sjá um alþjóðlega sölu á kvikmyndinni Mules sem Baltasar Kormákur og Agnes Johansen framleiða fyrir RVK Studios. Börkur Sigþórsson mun leikstýra og áætlað er að tökur hefjist í vor.

Þetta kemur fram í fréttapósti ScreenDaily af Berlínarhátíðinni.

Börkur er meðal þeirra fjögura leikstjóra sem koma að þáttaröðinni Ófærð. Stuttmynd hans, Skaði (Come to Harm), hlaut Edduverðlaun 2012 sem stuttmynd ársins.

Myndin verður gerð í samstarfi við danska og sænska aðila.

Myndin segir frá tveimur bræðrum sem skipuleggja eiturlyfasmygl til Íslands og fá unga pólska stúlku til að gerast burðardýr.

Sjá nánar hér: WestEnd boards Baltasar Kormakur-produced ‘Mules’ | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR