„Njósnir, lygar og fjölskyldubönd“, ný heimildamynd Helga Felixsonar

njósnir lygar og fjölskyldubönd helgi felixsonHeimstyrjöldin síðari, fjölskyldustríð og handtökur, leyndarmál, þöggun, sögusagnir og rógburður eru viðfangsefni nýrrar heimildamyndar Helga Felixsonar sem nefnist Njósnir, lygar og fjölskyldubönd.

Í myndinni varpar Helgi ljósi á vel varið leyndarmál fjölskyldu sinnar sem leiddi til skelfilegra atburða sem áttu sér stað á Ísafirði fyrir rúmum 70 árum þegar breska hernámsliðið handtók afa hans, sem var vararæðismaður Breta, og ömmu ásamt 5 öðrum Vestfirðingum og kastaði í bresk fangelsi.

Fortíðin getur varpað löngum skugga og haft flókin áhrif á líf okkar sem fæðumst jafnvel löngu síðar.

Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís 28. janúar.

Helgi skrifar handrit ásamt Sindra Freyssyni. Þuríður Einarsdóttir og Titti Johnson annast klippingu. Helgi framleiðir myndina fyrir Iris Film en meðframleiðandi er Felix Film AB í Svíþjóð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR