„Hrútar“ og „Fúsi“ sigursælar á Valladolid hátíðinni

Grímar Jónsson framleiðandi Hrúta fremstur á sviðinu í Valladolid.
Grímar Jónsson framleiðandi Hrúta fremstur á sviðinu í Valladolid.

Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut þrenn verðlaun á nýafstaðinni Valladolid hátíðinni á Spáni. Gunnar Jónsson var einnig valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Fúsa Dags Kára á sömu hátíð.

Hrútar var valin besta myndin á hátíðinni og einnig deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven. Þá hlaut myndin einnig verðlaun æskunnar.

Aðalverðlaununum fylgja peningaupphæð sem gagnast við dreifingu myndarinnar. RÚV hefur eftir Grímari Jónssyni framleiðanda myndarinnar:

„Dreifingaraðilinn á Spáni sem er að fara að frumsýna myndina eftir tvær vikur fær níu milljónir í peningum til að kynna myndina betur. Ég vona að það breyti einhverju. Það hlýtur að vera.“

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR