„Hvalfjörður“ vinnur tvenn verðlaun á Ítalíu

Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmunar Arnars Guðmundssonar verður sýnd í Sjónvarpinu á skírdagskvöld.
Hvalfjörður, hin margverðlaunaða stuttmynd Guðmunar Arnars Guðmundssonar.

Hvalfjörður, stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, vann tvenn verðlaun á nýafstaðinni stuttmyndahátíð á Ítalíu, Festival dei corti underground.

Ágúst Örn B. Wigum var valinn besti leikarinn og Gunnar Auðunn Jóhannsson vann verðlaun fyrir bestu myndatöku.

Myndin hefur nú unnið til alls 23 alþjóðlegra verðlauna frá því hún vann á Cannes 2013.

Sjá nánar hér: Festival of short underground 2015 – The Winners | Cinema King Catania | Arena Argentina

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR