Everest Baltasars Kormáks hitti svo sannarlega í mark hjá íslenskum bíógestum yfir frumsýningarhelgina með aðsókn uppá 14.254 manns með forsýningum. Þetta er með stærri opnunarhelgum síðan mælingar hófust.
Myndin er langefst á aðsóknarlistanum eftir helgina, en þá komu 11.393 gestir (14.254 með forsýningum). Þetta er stærsta opnun Hollywoodmyndar Baltasars hér á landi en þó á Mýrin enn vinninginn séu allar hans myndir taldar með, hún fékk 15.796 gesti á opnunarhelginni 2006.
Hrútar Gríms Hákonarsonar er enn í sýningum eftir 17 vikur. Heildaraðsókn er komin í 20.702 gesti.
Heimildamynd Bergs Bernburg og Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, er sýnd í Bíó Paradís. Eftir aðra viku hefur myndin fengið alls 468 gesti.
Fúsi Dags Kára er komin með alls 12.690 gesti eftir 26 vikur í sýningum.
Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 14.-20. september 2015:
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
Ný | Everest | 11.393 (helgin) | 14.254 (með forsýningum) |
17 | Hrútar | 225 | 20.702 |
2 | Sjóndeildarhringur | 155 | 468 |
26 | Fúsi | 80 | 12.690 |