Friðrik Þór Friðriksson segir sitt næsta verkefni verða byggt á hinni kunnu skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugli, sem aftur byggir á sönnum atburðum frá upphafi 19. aldar; morðunum á Sjöundá og eftirmála þeirra.
Pörin Jón Þorgrímsson og Steinunn Sveinsdóttir bjuggu á Sjöundá ásamt öðrum hjónum, Bjarna Bjarnasyni og Guðrúnu Egilsdóttur. Þegar Jón, maður Steinunnar, hverfur sporlaust og Guðrún kona Bjarna, finnst látin, eru Steinunn og Bjarni handtekin og síðar fundin sek um morð maka sinna.
Friðrik Þór, sem hefur undirbúið verkið um nokkurt skeið, segir í spjalli við Screen International:
Ég elska glæpasögur. Þessi saga er um hversu miklu þú ert reiðubúinn að fórna fyrir ástina.
Ingvar E. Sigurðsson mun fara með aðalhlutverkið í myndinni en ekki hefur verið gengið frá aðalkvenhlutverkinu.
Friðrik Þór er með mörg verkefni í smíðum, þar á meðal vinnur hann að fjármögnun stórmyndaverkefnisins Sturlungar: The Viking Clan í samvinnu við True North.
Sjá nánar hér: Fridriksson plots Icelandic crime story ‘The Black Cliffs’ | News | Screen