Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að framlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands hækki um 73,2 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs en Ríkisútvarpið sætir 173 m.kr. niðurskurði.
Kvikmyndamiðstöð Íslands fékk 888,6 m.kr. á fjárlögum 2015 en gert er ráð fyrir að framlagið verði 961 m.kr. 2016 961,8 m.kr. Hækkunin nemur 8,2% milli ára.
Svona hljóðar greinargerðin um Kvikmyndamiðstöð í fjárlagafrumvarpinu:
981 Kvikmyndamiðstöð Íslands. Lagt er til að framlög hækki um 69 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 4,2 m.kr. Skýrist það af þrennu. Í fyrsta lagi er lagt til að 4 m.kr. tímabundið framlag verði veitt til 1.01 Kvikmyndamiðstöð Íslands en á móti falli niður 5 m.kr. tímabundið framlag í fjárlögum yfirstandandi árs. Framlagið er til að styrkja kvikmyndahátíðir. Í öðru lagi er gert ráð fyrir að 50 m.kr. tímabundið framlag til 1.10 Kvikmyndasjóð sem veitt var í fjárlögum ársins í ár falli niður. Í þriðja lagi er lögð til 120 m.kr. hækkun á 1.10 Kvikmyndasjóð m.a. vegna endurnýjunar á samkomulagi um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012–2015 sem mennta- og menningarmálaráðherra og fjármálaráðherra gerðu 8. desember 2011 við Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Félag kvikmyndagerðarmanna og Samtök kvikmyndaleikstjóra.
Framundan er að ganga frá nýju samkomulagi ríkis og bransans um framlög næstu ára. Vonir standa til að þeirri vinnu ljúki síðar í haust.
Ríkisútvarpið fékk 3.663,2 milljónir króna á fjárlögum 2015 en gert er ráð fyrir framlögum uppá 3.490 milljónir árið 2016. Niðurskurðinn nemur 4,7% milli ára.
Greinargerðin um RÚV í fjárlagafrumvarpinu er svohljóðandi:
971 Ríkisútvarpið. Gert er ráð fyrir að framlög lækki um 173,2 m.kr. frá fjárlögum yfirstandandi árs. Skýrist breytingin af tvennu. Í fyrsta lagi falla niður 181,9 m.kr. tímabundið framlag sem veitt var í fjárlögum 2015 til að styrkja rekstur Ríkisútvarpsins. Í öðru lagi er lögð til 8,7 m.kr. hækkun á framlagi í samræmi við innheimtar tekjur ríkissjóðs af útvarpsgjaldi á árinu 2016 sem áætlaðar eru 3.490 m.kr.
Fjárlög má skoða hér. Veljið Greinargerðir, ræður og rit > Fjárlagafrumvarp > Gjöld A–hluta ríkissjóðs – Skipting eftir ráðuneytum > Mennta- og menningarmálaráðuneytið – skrunið langt niður síðu.