„Ófærð“ slúttar RIFF

Ilmur Kristjánsdóttir, Baltasar Kormákur, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Ólafi Darri Ólafsson við tökur á Ófærð á Siglufirði.
Ilmur Kristjánsdóttir, Baltasar Kormákur, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Ólafi Darri Ólafsson við tökur á Ófærð á Siglufirði.

Tveir fyrstu þættirnir af sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð munu loka RIFF í ár, en þeir verða sýndir saman í Egilshöll þann 4. október. Þættirnir eru framleiddir af Rvk. Studios og skrifaðir af Sigurjóni Kjartanssyni og Clive Bradley eftir hugmynd Baltasars Kormáks, sem jafnframt leikstýrir öðrum þættinum en Baldvin Z  hinum.

Þáttaröðin hefur göngu sína á RÚV um jólin en hefur einnig verið seld til fjölmargra landa. Söguþræði er svo lýst:

Andri (Ólafur Darri Ólafsson) er lögreglustjóri í litlum bæ úti á landi. Hann býr með dætrum sínum á heimili tengdaforeldra sinna en eiginkona hans er flutt til Reykjavíkur og tekin saman við annan mann. Hann er ekki tilbúinn að sætta sig við að hjónabandið sé á enda og því er líf allrar fjölskyldunnar í millibilsástandi. Þegar sundurlimað lík finnst í firðinum breytist hinsvegar allt.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR