„Fúsi“ á BFI London Film Festival

Gunnar Jónsson er Fúsi.
Gunnar Jónsson er Fúsi.

Fúsi Dags Kára hefur verið valin til þátttöku á BFI London Film Festival sem haldin er árlega af Bresku kvikmyndastofnuninni (BFI). Hátíðin fer fram dagana 7.-18. október og verður myndin til sýnis í flokki ástarmynda.

BFI London Film Festival er með eldri kvikmyndahátíðum í heiminum en hún fór af stað 1953 og hefur frá þeim tíma verið haldin í 59 skipti. Hátíðin sýnir mikinn fjölda mynda hverju sinni en 238 myndir taka þátt í ár. Íslenskar myndir eru frekar sjaldgæfar á hátíðinni en þetta er önnur mynd Dags Kára sem hlýtir þennan heiður á eftir Nóa albínóa.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR