Fúsi Dags Kára er tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár fyrir hönd Íslands. Verðlaunin verða veitt 27. október í Hörpu og hlýtur sigurvegari að launum 350.000 danskar krónur, eða um 7,5 milljónir íslenskra króna.
Myndirnar sem eru tilnefndar eru:
Stille hjerte (Danmörk)
Leikstjóri Bille August, handritshöfundur Christian Torpe og framleiðandi Jesper Morthorst.
He ovat paenneet (Þau hafa flúið) (Finnland)
Leikstjóri JP Valkeapää, handritshöfundur Pilvi Peltola og framleiðandi Aleksi Bardy.
Fúsi (Ísland)
Leikstjóri/handritshöfundur Dagur Kári Pétursson og framleiðendur Baltasar Kormákur og Agnes Johansen
Mot naturen (Noregur)
Leikstjóri/handritshöfundur Ole Giæver og framleiðandi Maria Ekerhovd
Gentlemen (Svíþjóð)
Leikstjóri Mikael Marcimain, handritshöfundur Klas Östergren og framleiðandi Fredrik Heinig
Í íslensku dómnefndinni sátu Kristín Jóhannesdóttir, Björn Ægir Norðfjörð og Auður Ava Ólafsdóttir.