IndieWire fjallar um þær myndir sem miðillinn telur koma til greina sem framlag viðkomandi landa til Óskarsverðlaunanna (besta erlenda myndin), alls vel á fjórða tug. IndieWire telur að valið á Íslandi komi til með að standa á milli Hrúta og Fúsa. Kosning um framlag Íslands til Óskarsins fer fram dagana 2.-7. september. Kosningarétt hafa meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Í greininni segir:
Two middle-aged brothers in an Icelandic rural town leave their differences behind and come together to save their beloved farm animals in the Un Certain Regard Award-winner “Rams.” With such recognition under its belt and having just been picked for U.S. distribution by Cohen Media Group, Grímur Hákonarson’s film is certainly the handsomest choice. Still, “Rams” is not without a strong rival. Crowd-pleaser “Virgin Mountain,” about a lonely man whose life changes when he meets a new friend, had its U.S. premiere at the Tribecca Film Festival where it won three awards: Best Narrative Feature, Best Actor, and Best Screenplay. It could go either way, but the Cannes prestige and having found a U.S. distributor give “Rams” the upper hand.
Sjá nánar hér: 35 Films That Could Become Foreign Language Oscar Submiss | SydneysBuzz
Af fyrri útgáfu þessarar fréttar mátti skilja að IndieWire hefði verið að fjalla um þær myndir sem líklegar þættu til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Það er auðvitað misskilningur, í greininni er aðeins verið að skoða hugsanlega útkomu úr Óskarsforvali sem fram fer á undan. Þetta hefur nú verið leiðrétt og um leið er beðist velvirðingar á þessum mistökum.