Fúsi Dags Kára hefur selst vel um heimsbyggðina að undanförnu og er enn á hátíðarúntinum, nú síðast í Haugasundi og Sarajevo. Variety segir hana í hópi mest seldu norrænu myndanna á síðastliðnum tólf mánuðum.
Franska sölufyrirtækið Bac Films höndlar myndina á alþjóðlegum markaði og hefur nú tilkynnt um sölur til eftirtaldra landa/svæða:
Frakklands (ARP Selection), Japan (Magic Hour), Suðaustur-Asíu (Astro), Spánar (Surtsey films), Tyrklands (Bir Film), Ítalíu (Movies Inspired), Ísrael (Lev Film), Ungverjalands (Mozinet), Tékklands (Artcam), Eistlands (Estinfilm), Sviss (Xenix Filmdistribution), Grikklands (One From the Heart), og Portúgals (Alambique). Einnig hefur verið gengið frá mörgum sjónvarpssölum, þar á meðal til HBO í Austur-Evrópu.
Áður hafði myndin verið til Brasílíu (Imovision) Benelux landanna (September Films), Kólumbíu (Babilla Cine), Noregs (Europafilm), Þýskalands og Austurríkis (Alamode) og fyrrum landa Júgóslavíu (MCF Megacom).
Variety hefur eftir Gilles Sousa hjá Bac Films að framleiðendur hafi brugðist vel við þeirri næmni og samkennd sem Dagur Kári sýni persónum sínum. Myndin veki sterkar tilfinningar á þann hátt sem aðeins hæfileikaríkustu norrænu leikstjórarnir séu færir um.
Sjá hér: Haugesund: Bac Films Takes Foreign Buyers to Dagur Kari’s ‘Virgin Mountain’ (EXCLUSIVE)