Greining | Yfir fimmtán þúsund á „Hrúta“

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á með ágætum að lokinni sjöttu sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti aðsóknarlistans en 409 sáu myndina um helgina og alls 1.211 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 15.277 manns.

Myndin er því komin að meðaltalsaðsóknarmarki íslenskra kvikmynda síðasta áratuginn eða svo, en telja má líklegt að hún fari í um og yfir tuttugu þúsund manns þegar komið er fram á næsta mánuð.

Albatross Snævars Sölvasonar er áfram í níunda sæti eftir þriðju sýningarhelgi. Myndin fékk 102 gesti um helgina en alls 528 í vikunni. Heildaraðsókn er því komin í 4.089.

Fúsi Dags Kára er komin í 11.679 manns í heildaraðsókn og situr nú í 11. sæti eftir 15 sýningarhelgar. 100 sáu hana um helgina en aðsókn í vikunni barst ekki.

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, er í tólfta sæti eftir níundu sýningarhelgi, en 86 sáu hana í vikunni sem leið. Helgaraðsóknin nam 43 manns en heildaraðsókn er komin í 7.478 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 29. júní til 5. júlí 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
6Hrútar1.21115.277
3Albatross528 4.089
9Bakk86 7.478
15FúsiVantar11.679
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR