Greining | „Albatross“ svífur af stað, áfram góður stígandi hjá „Hrútum“

ALBATROSS kvikmynd Karolina FundAlbatross í sjöunda sæti eftir frumsýningarhelgina og góðan forsýningasprett með alls 2.825 gesti. Áfram góður stígandi hjá Hrútum sem komin er fast að þrettán þúsund manns eftir fjórðu sýningarhelgi.

Albatross Snævars Sölvasonar var frumsýnd á föstudag en hafði áður verið sýnd á Ísafirði og Akureyri auk þess sem myndinni var vel tekið á frumsýningu í Háskólabíói. Myndin, sem fjármögnuð var á lokasprettinum gegnum hópfjármögunarsíðuna Karolina Fund, fékk 325 gesti um helgina en alls 2.825 með forsýningunum. Hugsanlegt er að jákvætt orðspor muni lyfta aðsókn upp á komandi vikum.

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er enn með ágætum og með þessu áframhaldi ætti myndin að ná tuttugu þúsund gesta markinu næsta mánuðinn eða svo (veður gæti spilað inní). 619 sáu myndina um helgina en alls 2.197 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 12.888 manns. Myndin fellur úr þriðja sæti aðsóknarlistans í það fimmta.

Fúsi Dags Kára er á lokametrunum, komin í 11.505 manns í heildaraðsókn og situr áfram í 11. sæti eftir 13 sýningarhelgar. 79 sáu hana um helgina en staðfestar tölur yfir vikuaðsókn vantar. Þeim verður bætt hér inn um leið og þær berast.

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, er sömuleiðis að klára sig. Myndin fellur úr níunda sæti í það þrettánda eftir sjöundu sýningarhelgi, en 158 sáu hana í vikunni sem leið. Helgaraðsóknin nam 40 manns en heildaraðsókn er komin í 7.271 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 15.-21. júní 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
4Hrútar2.19712.888
Albatross325 2.825
7Bakk158 7.271
13FúsiVantar 11.505
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR