Ólafur Darri leikur í „The White King“ með Jonathan Pryce og Greta Scacchi

Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í True Detective. Á móti honum situr Matthew McConaughey.
Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sínu í True Detective. Á móti honum situr Matthew McConaughey.

Ólafur Darri Ólafsson fer með stórt hlutverk í kvikmyndinni The White King ásamt meðal annars Jonathan Pryce og Greta Scacchi. Tökur eru hafnar í Ungverjalandi.

Myndin er gerð eftir skáldsögu ungverska rithöfundarins György Dragomán sem gefin hefur verið út víða um lönd. Þetta er dystópísk framtíðarsaga sem segir af ungum strák sem verður vitni að brottnámi og fangelsun föðurs síns af hendi ógnarstjórnar sem ríkir yfir landinu þar sem þeir búa.

Breski leikstjóradúettinn Alex Helfrecht og Jörg Tittel er við stjórnvölinn en þeir hafa einnig skrifað handritið. Þetta er þeirra fyrsta langmynd.

Ólafur Darri hefur nýlokið tökum sínum í kvikmynd Steven Spielberg, The BFG.

Sjá nánar hér: ‘The White King’ begins Hungary shoot with Jonathan Pryce, Agyness Deyn | News | Screen

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR